4,5 stiga jarðskjálfti á Grænlandi

Horft yfir höfuðstað Austur-Grænlands, Tasiilaq.
Horft yfir höfuðstað Austur-Grænlands, Tasiilaq. Ljósmynd/Aðsend

Jarðskjálfti að stærð 4,5 varð á fjórða tímanum í dag nálægt bænum Tasiilaq á Grænlandi, samkvæmt mælingum bandarísku jarðskjálftamiðstöðvarinnar (USGS). Skjálftinn varð á 12,9 kílómetra dýpi.

Skjálftinn varð 31,2 kílómetrum frá Tasiilaq sem er höfuðstaður Austur-Grænlands.

Starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands gat ekki staðfest að um skjálfta hefði verið að ræða þegar blaðamaður hafði samband við Veðurstofuna þar sem jarðskjálftar erlendis eru ekki á könnu Veðurstofu Íslands. Hann staðfesti að starfsmenn Veðurstofunnar hefðu orðið varir við skjálftann á þeim mælum sem Veðurstofan hefur aðgang að. Skjálftinn hafði ekki áhrif hérlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert