„Myndum aldrei leyfa yfirhylmingu“

AFP

Kín­versk stjórn­völd segja að það hafi aldrei verið um yf­ir­hylm­ingu að ræða og að þau myndu aldrei hafa heim­ilað slíkt þegar kem­ur að fjölda lát­inna af völd­um kór­ónu­veirunn­ar. Nýj­ar töl­ur frá Wu­h­an hafa gefið sam­særis­kenn­ing­um byr und­ir báða vængi. 

Eins og greint var frá hér á mbl.is í morg­un voru birt­ar slá­andi töl­ur frá Wu­h­an um að dauðsföll af völd­um kór­ónu­veirunn­ar hefðu verið 50% fleiri en áður var talið. Að 3.869 hefðu lát­ist af völd­um veirunn­ar í stað 2.579.

AFP

Talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Zhao Liji­an, seg­ir sam­kvæmt frétt AFP-frétta­stof­unn­ar að alls ekki hafi verið um felu­leik að ræða held­ur hafi far­sótt­in breiðst það hratt út að erfitt hafi verið að halda utan um töl­ur yfir látna á þeim tíma­punkti. 

Fyrr í vik­unni sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti að hon­um fynd­ist dán­ar­töl­ur í Kína óeðli­lega lág­ar og í viðtali í dag sagði Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti að það væri ljóst að at­b­urðir hefðu átt sér stað sem við viss­um ekki um.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron.
For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron. AFP

Í viðtali við Fin­ancial Times seg­ir Macron að það væri barna­legt að halda því fram að Kín­verj­ar hefðu tek­ist bet­ur á við veiruna en aðrir. Fleiri hafa einnig haft efa­semd­ir um dán­ar­töl­ur frá Kína, en miklu færri hafa lát­ist þar en í Banda­ríkj­un­um og nokkr­um ríkj­um Evr­ópu þrátt fyr­ir að íbú­ar Kína séu marg­falt fleiri en í þess­um ríkj­um. Aft­ur á móti hef­ur Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) lofað aðgerðir Kín­verja. 

Í Frakklandi hafa 141 þúsund ein­stak­ling­ar greinst með COVID-19 og tæp­lega 18 þúsund hafa lát­ist. Í Kína hafa 4.632 lát­ist og inni í þeirri tölu eru þeir sem bætt var við í dag, alls 1.290 manns.

Um síðustu helgi kom til deilna milli Frakka og Kín­verja og var sendi­herra Kína í Par­ís kallaður á fund ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands vegna grein­ar sem birt­ist á vef sendi­ráðsins. Þar var því haldið fram að vest­ræn ríki hefðu skilið aldraða eft­ir á dval­ar­heim­il­um þar sem ekk­ert hefði beðið þeirra annað en dauðinn.

Grein­in er rituð af ónafn­greind­um diplómata og litu Frakk­ar á hana sem árás á stöðu mála á frönsk­um dval­ar­heim­il­um, en stór hluti þeirra sem hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar þar í landi er íbú­ar á slík­um heim­il­um. 

Borg­ar­yf­ir­völd í Wu­h­an eru ekki þau einu sem hafa birt upp­færslu á dán­ar­töl­um því það hafa ríki eins og Banda­rík­in gert, sem og Spán­verj­ar, Bret­ar og Frakk­ar. Aft­ur á móti ber­ast töl­urn­ar mjög seint frá Wu­h­an því þar var far­ald­ur­inn í al­gleymi í janú­ar og fe­brú­ar. Um er að ræða fólk sem lést ann­ars staðar en á sjúkra­hús­um, segja yf­ir­völd í Wu­h­an. 

AFP

Kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir að töl­urn­ar komi í kjöl­far sann­próf­un­ar á töl­fræði yfir dauðsföll af völd­um COVID-19 og að slík sann­próf­un hafi verið gerð til að tryggja að fyllstu ná­kvæmni sé gætt. Töl­ur séu yfir sjúk­linga sem lét­ust áður en þeir komust á sjúkra­hús og eins upp­lýs­ing­ar um látna sem hafi borist seint og illa. Hvert dauðsfall af völd­um far­sótt­ar­inn­ar sé ekki bara sorg­legt fyr­ir fjöl­skyld­ur þess látna held­ur einnig fyr­ir borg­ina sjálfa, seg­ir í til­kynn­ingu frá sótt­varna­lækni Wu­h­an-borg­ar, sem send­ir samúðarkveðjur til fjöl­skyldna þeirra sem því miður urðu að lúta í lægra haldi í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. 

Guar­di­an

BBC

Fin­ancial Times

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert