Trump styður mótmælendur

Mótmælandi í Norður-Karólínu.
Mótmælandi í Norður-Karólínu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist á Twitter styðja mótmæli gegn útgöngubanni nokkurra ríkja í landinu vegna kórónuveirunnar.

Í röð tísta skrifaði hann: „Frelsið Minnesota“, „Frelsið Michigan“ og „Frelsið Virginíu“.

Mótmælendur segja að þær takmarkanir sem hafa verið settar á efnahagslífið skaði almenning. Heilbrigðisyfirvöld hafa aftur á móti varað við því að aflétta þeim af ótta við að útbreiðsla kórónuveirunnar aukist, að sögn BBC

Aldrei höfðu fleiri látist af veirunni í Bandaríkjunum en í gær, eða 4.591 á einum sólarhring.

Flest tilfelli veirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum í öllum heiminum, eða yfir 672.200. Um 33 þúsund manns hafa látist.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert