150 þúsund látnir á heimsvísu

Flest dauðsföll af völdum veirunnar eru í Bandaríkjunum.
Flest dauðsföll af völdum veirunnar eru í Bandaríkjunum. AFP

Um 150 þúsund manns hafa látist á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar. Þar af er um fjórðungur í Bandaríkjunum eða um 37 þúsund manns. Talið er að um 4,5 milljarðar íbúa í gjörvöllum heiminum haldi sig heima til að reyna að hefta úrbreiðslu veirunnar. Það hefur sýnt sig að hafa áhrif í að hefta útbreiðslu veirunnar. 

Það þykir því skjóta skökku við að á sama tíma skuli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, styðja þá sem mótmæla útgöngubanni í nokkrum ríkja Bandaríkjanna. 

Alls hafa um 2,2 milljónir kórónuveirusmita greinst í heiminum. Talið er líklegt að þetta sé langt frá því að vera heildarfjöldinn því margar þjóðir taka ekki sýni nema hjá þeim sem eru veikastir.

Kórónuveiran hefur náð til allra heimshorna. Í Afríku hafa til að mynda látist um eitt þúsund manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert