Tíu látnir eftir skotárás í Kanada

Maðurinn hóf skothríð í bænum Portapique í Nova Scotia.
Maðurinn hóf skothríð í bænum Portapique í Nova Scotia. Kort/Google

51 árs gamall karlmaður skaut að minnsta kosti tíu manns til bana, þar á meðal lögregluþjón, í Nova Scotia í austurhluta Kanada.

Að sögn kanadísku alríkislögreglunnar fannst sá grunaði látinn eftir margra klukkustunda leit.

„Við vitum ekki nákvæmlega hve margir létust,“ sagði Chris Weather, talsmaður lögreglunnar, á blaðamannafundi, og bætti við að það hefðu verið fleiri en tíu.

Fram kom í frétt fyrr í dag að maðurinn hefði klæðst lögreglubúningi er hann hóf skothríðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert