Ljónahjörð lagði sig á auðum vegi

Þjóðgarðsvörður í eftirlitsferð kom að þessum óvenjulegum hvíldarstað ljónahjarðarinnar.
Þjóðgarðsvörður í eftirlitsferð kom að þessum óvenjulegum hvíldarstað ljónahjarðarinnar. Ljósmynd/Kruger National Park

Kruger-þjóðgarðurinn í Suður-Afríku er vinsæll áfangastaður ferðamanna í landinu. Garðurinn, sem er lokaður utanaðkomandi sökum kórónuveirufaraldursins, fékk heldur sjaldgæfari heimsókn á dögunum.

Þjóðgarðsvörður í eftirlitsferð kom að óvenjulegum hvíldarstað ljónahjarðar: á miðjum umferðarvegi í garðinum.

Eðlilega er lítil umferð í garðinum, en umrædd ljónahjörð heldur venjulega til í öðrum aðliggjandi garði sem ferðamenn fá ekki að heimsækja. Þau virðast hins vegar hafa nýtt fámennið til að leggja land undir fót og leggjast til hvíldar á heitu malbikinu.

Meðal ljónanna í ljónahjörðinni voru tvö hvít ljón, en sú tegund er í mikilli útrýmingarhættu. Aðeins eru til þrettán slík ljón í náttúrulegum aðstæðum, öll á svæðinu í kringum Kruger-þjóðgarðinn. Hundruð slík eru hins vegar í haldi manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert