Kruger-þjóðgarðurinn í Suður-Afríku er vinsæll áfangastaður ferðamanna í landinu. Garðurinn, sem er lokaður utanaðkomandi sökum kórónuveirufaraldursins, fékk heldur sjaldgæfari heimsókn á dögunum.
Þjóðgarðsvörður í eftirlitsferð kom að óvenjulegum hvíldarstað ljónahjarðar: á miðjum umferðarvegi í garðinum.
Eðlilega er lítil umferð í garðinum, en umrædd ljónahjörð heldur venjulega til í öðrum aðliggjandi garði sem ferðamenn fá ekki að heimsækja. Þau virðast hins vegar hafa nýtt fámennið til að leggja land undir fót og leggjast til hvíldar á heitu malbikinu.
Meðal ljónanna í ljónahjörðinni voru tvö hvít ljón, en sú tegund er í mikilli útrýmingarhættu. Aðeins eru til þrettán slík ljón í náttúrulegum aðstæðum, öll á svæðinu í kringum Kruger-þjóðgarðinn. Hundruð slík eru hins vegar í haldi manna.
Kruger visitors that tourists do not normally see. #SALockdown This lion pride are usually resident on Kempiana Contractual Park, an area Kruger tourists do not see. This afternoon they were lying on the tar road just outside of Orpen Rest Camp.
— Kruger National Park (@SANParksKNP) April 15, 2020
📸Section Ranger Richard Sowry pic.twitter.com/jFUBAWvmsA