Aftökum fjölgar í Sádi-Arabíu

Aftökum fjölgaði í Sádi-Arabíu í fyrra.
Aftökum fjölgaði í Sádi-Arabíu í fyrra. AFP

Alls voru 184 mann­eskj­ur tekn­ar af lífi af yf­ir­völd­um í Sádi-Ar­ab­íu í fyrra og hafa aldrei verið jafn marg­ar á einu ári kvæmt nýrri skýrslu Am­nesty In­ternati­onal. Á heimsvísu fækkaði af­tök­um árið 2019 frá fyrra ári. 

Í Írak fjölgaði einnig af­tök­um og voru þær alls 100 tals­ins. Flest­ar af­tök­ur eru í Kína og í fyrra var 251 ein­stak­ling­ur tek­inn af lífi í Íran sem er í öðru sæti list­ans. Am­nesty tek­ur Kína ekki með á list­an­um að öðru leyti en þar séu af­tök­urn­ar flest­ar.  

Í fyrra voru 657 fang­ar tekn­ir af lífi í heim­in­um sem er 5% færri en árið 2018, sam­kvæmt lista Am­nesty og hafa af­tök­urn­ar aldrei verið jafn fáar á síðsta ára­tug. Tekið er fram að um af­tök­ur sem hafa feng­ist staðfest­ar en í Kína er talið að þúsund­ir séu tekn­ar af lífi á hverju ári en tal­an er rík­is­leynd­ar­mál, seg­ir í frétt BBC. Í Banda­ríkj­un­um voru 22 mann­eskj­ur tekn­ar af lífi í fyrra.

Aðeins er vitað um tutt­ugu lönd í heim­in­um sem fram­kvæma af­tök­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Am­nesty. Eins og áður sagði voru 184 ein­stak­ling­ar tel­or af lífi í Sádi-Ar­ab­íu árið 2019, þar af voru sex kon­ur og og rúm­lega helm­ing­ur allra var er­lend­is frá. Til sam­an­b­urðar var fjöldi af­taka 148 árið 2018.

„ Meiri­hluti af­taka var vegna refs­ing­ar við vímu­efna­brot­um og morðum. Am­nesty In­ternati­onal skráði einnig aukna beit­ingu dauðarefs­ing­ar­inn­ar gegn and­ófi sjíta-múslima sem er minni­hluta­hóp­ur í land­inu.

Fjölda­af­tök­ur voru fram­kvæmd­ar í land­inu þann 23. apríl 2019 þegar 37 ein­stak­ling­ar voru tekn­ir af lífi. Á meðal þeirra voru sjíta-múslim­ar sem voru sak­felld­ir fyr­ir hryðju­verk út frá játn­ing­um sem feng­ust með pynd­ing­um. Hus­sein al-Mossalem var einn þeirra sem var tek­inn af lífi þenn­an dag. Á meðan varðhaldsvist í ein­angr­un stóð var hann bar­inn með raf­kylfu og sætti pynd­ing­um. Hann m.a nef­brotnaði, viðbeins­brotnaði og fót­brotnaði. Mossalem fór fyr­ir sér­stak­an dóm­stól í Sádi-Ar­ab­íu sem var stofn­sett­ur árið 2008 og er ætlaður fyr­ir ein­stak­linga sem sakaðir eru um hryðju­verk. Í aukn­um mæli hef­ur dóm­stóll­inn verið notaður til að bæla niður and­óf.

Fjölda af­taka í Írak tvö­faldaðist árið 2019 miðað við árið áður, úr 52 af­tök­um árið 2018 í 100 af­tök­ur árið 2019. Helsta ástæðan fyr­ir aukn­ing­unni er beit­ing dauðarefs­ing­ar­inn­ar gegn ein­stak­ling­um sem eru sakaðir um að til­heyra vopnuðum hópi sem kall­ar sig Íslamska ríkið,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Am­nesty á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka