Tala látinna þegar karlmaður dulbjóst sem lögregla í Nova Scotia í Kanada um helgina og skaut fólk til bana hefur hækkað úr 19 í 23. Talið er að morðinginn hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna.
Morðinginn, 51 árs gamall kanadískur tannsmiður, er talinn hafa farið af stað með eitthvert tiltekið skotmark í huga en þegar hann hafi hafið skothríðina hafi hann misst stjórn á sér og haldið áfram í fjórtán klukkustundir að drepa saklaust fólk sem varð á vegi hans.
Lögregla felldi árásarmanninn á endanum.
Rannsókn lögreglu er umfangsmikil en að minnsta kosti 16 mismundi staðir eru hluti af rannsókninni og hafði verið varað við því að tala látinna gæti hækkað.
Kanadabúar eru hvattir til að sameinast í bæn á föstudagskvöld til að minnast fórnarlambanna.