Fleiri fórnarlömb í Kanada

Fórnarlambanna verður minnst í formi fjarbænastundar á föstudag.
Fórnarlambanna verður minnst í formi fjarbænastundar á föstudag. AFP

Tala látinna þegar karlmaður dulbjóst sem lögregla í Nova Scotia í Kanada um helgina og skaut fólk til bana hefur hækkað úr 19 í 23. Talið er að morðinginn hafi þekkt einhver fórnarlamba sinna.

Morðing­inn, 51 árs gam­all kanadísk­ur tannsmiður, er tal­inn hafa farið af stað með eitt­hvert til­tekið skot­mark í huga en þegar hann hafi hafið skot­hríðina hafi hann misst stjórn á sér og haldið áfram í fjórtán klukku­stund­ir að drepa sak­laust fólk sem varð á vegi hans.

Lögregla felldi árásarmanninn á endanum.

Rann­sókn lög­reglu er um­fangs­mik­il en að minnsta kosti 16 mis­mundi staðir eru hluti af rann­sókn­inni og hafði verið varað við því að tala látinna gæti hækkað.

Kan­ada­bú­ar eru hvatt­ir til að sam­ein­ast í bæn á föstu­dags­kvöld til að minn­ast fórn­ar­lambanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert