Öllum Þjóðverjum ber skylda að bera hlífðargrímu utandyra frá og með næstu viku. Bremen varð á föstudag síðast sambandsríkjanna 16 til að samþykkja grímuskylduna.
Misjafnt er eftir sambandsríkjum í hvaða aðstæðum skyldan gildir en á landsvísu er Þjóðverjum skylt að bera grímur þegar þeir nota almenningssamgöngur og í nær öllum ríkjunum gildir skyldan einnig í stórmörkuðum, þó ekki í Berlín.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mælti sterklega með grímunotkun í síðustu viku þegar hún kynnti afléttingu á samkomutakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
145.694 hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og 4.879 látist. Dauðsföllum fjölgaði annan daginn í röð en 281 dauðsfall af völdum veirunnar var tilkynnt síðasta sólarhring, samanborið við 194 daginn á undan.