Tveir kettir með kórónuveiruna

Köttur í læknisskoðun.
Köttur í læknisskoðun. AFP

Tveir kettir í New York-ríki vestanhafs hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa sýnt væg einkenni veirunnar. Þeir munu ná fullum bata að því er fram kemur í fréttum erlendra fjölmiðla.

Um er að ræða fyrstu gæludýrin sem smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum.

Enginn sambýlingur fyrri kattarins hafði greinst með veiruna en talið er að kötturinn hafi smitast af einhverjum utan veggja heimilisins eða þá að einhver á heimilinu hafi veikst en verið einkennalaus.

Eigandi hins kattarins hafði greinst með veiruna.

Smit­sjúk­dóma- og sótt­varnamiðstöð Banda­ríkj­anna (CDC) brýnir fyrir fólki að skilja gæludýr ekki eftir því ekkert bendi til þess að þau dreifi sjúkdómnum. Fólk er hins vegar hvatt til að halda köttum sínum inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert