Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin gætu mögulega aldrei aftur veitt fjármagn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Bandaríkin hafa til þessa verið helsti fjárveitandi stofnunarinnar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist stöðva fjárveitingar til stofnunarinnar og sakaði hana um alvarlega óstjórn hvað varðar útbreiðslu kórónuveirunnar. Stofnunin hefði auk þess hylmt yfir þá ógn sem af veirunni stafi.
Pompeo sagði í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni seint í gærkvöldi að ríkisstjórnin myndi skoða málefni stofnunarinnar ítarlega. Bandaríkin þyrftu að fá a sjá breytingu í skipulagi hennar áður en eitthvað yrði aðhafst.