Bandaríkin veita Grænlandi vænan styrk

Danir auka eftirlit með Grænlandi.
Danir auka eftirlit með Grænlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bandaríkin ákváðu í gær að veita rúmlega 12 milljóna dala efnahagsaðstoð til Grænlands. Samkvæmt frétt Arctic Today er greiðinn sagður til þess gerður að styrkja bönd Bandaríkjanna og Grænlands, líklega með það fyrir augum að Bandaríkin fái að auka hernaðarviðveru sína í hinu landfræðilega mikilvæga Grænlandi.

Grænlendingar taka fjármagninu fagnanadi en Danir hafa gagnrýnt málið. Skemmst er að minnast þess þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti viðraði síðasliðið haust þá hugmynd sína að kaupa Grænland.

Staðsetning Grænlands er hernaðarlega mikilvæg og hafa bæði Bandaríkin og Rússar og Kínverjar reynt að tryggja stöðu sína þar í „stríðinu“ um norðurheimskautasvæðið.

Bandaríkin komin yfir strikið

Efnahagsaðstoðin sem Bandaríkin veita að þessu sinni er einkum ætluð til utanumhalds grænlenskra náttúruauðlinda og uppbyggingar menntakerfisins.

Íbúar Grænlands, sem er ríkt af náttúruauðlindum, telja 56 þúsund og reiða afkomu sína aðallega á fiskveiðum og styrkjum frá danska ríkinu. „Þarna hafa þau farið yfir strikið,“ segir Karsten Honge, þingmanni SF og nefndarmanni í utanríkismálanefnd danska þingsins, um Bandaríkin.

„Það er algerlega fordæmalaust að bandalagsríki reyni að skapa klofning milli Danmerkur og Grænlands með þessum hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert