Tilfelli kórónuveirunnar í heiminum öllum eru komin yfir þrjár milljónir, að sögn Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum.
BBC greinir frá þessu.
Fyrr í kvöld höfðu 208.973 þúsund manns látist í heiminum eftir að veiran greindist fyrst í Kína í desember, samkvæmt tölfræði AFP-fréttastofunnar.
Flest dauðsföll hafa orðið í Bandaríkjunum, eða 55. 563. Næst á eftir kemur Ítalía með 26.977 látna og Spánn fylgir þar á eftir með 23.521 dauðsfall. Í Frakklandi hafa 23.293 látist vegna veirunnar og 21.092 í Bretlandi.