Reyndu að þrýsta á ESB

Josep Borrell á fjarfundi í Brussel.
Josep Borrell á fjarfundi í Brussel. AFP

Kína reyndi að þrýsta á Evrópusambandið um að draga úr í skýrslu sambandsins um að röngum upplýsingum hafi deilt af ásetningi um kórónuveiruna. Þetta staðfestir Josep Bor­rell,  ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, samkvæmt frétt Euobserver.

Hann segir að þetta sé hefðbundin aðferð í samskiptum ríkja en gagnrýnir þann sem lak innihaldi skýrslunnar til Kínverja. Hann segir að þetta hafi ekki haft nein áhrif á það sem kom fram í skýrslunni og að tóninn hafi ekki verið mildaður að beiðni Kínverja.

Borrell sagði í gær að Kínverjar hefðu lýst áhyggjum yfir skýrslunni þegar þeir vissu hvað fælist í henni en ekki hafi verið farið eftir óskum þeirra. 

Evr­ópu­sam­bandið dró úr gagn­rýni á Kína í skýrslu um blekk­ing­ar tengd­ar heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. New York Times greindi frá þessu og sagði að það hafi verið gert eftir gagnrýni Kínverja. Skýrsl­an var birt 24. apríl en blaðið hef­ur upp­runa­legu skýrsl­una und­ir hönd­um, sem átti að koma út 21. apríl.

Þegar ein­tök­in eru bor­in sam­an sjást breyt­ing­ar frá fyrri út­gáf­unni, sem ekki var gef­in út. Meðal annars var notað mun mildara orðalag þegar nafn Kína bar á góma. Eins var dæmum sleppt úr skýrslunni þar á meðal deilur milli Frakka og Kínverja varðandi áróður Kínverja. 

Borrell vill meina að það sé hefðbundið að innanhússskýrslur séu ekki eins og þær sem eru birtar opinberlega. 

Að sögn Borrell hafa falsfréttir verið áberandi varðandi veiruna undanfarnar vikur og þær eru af ýmsum toga. Allt frá lygum um lækningar á rússneskum síðum í aðrar þar sem lífi fólki er ógnað. 800% aukning er á umferð um vef ESB þar sem fjallað er um upplýsingaóreiðu að sögn Borrell en á degi hverjum eru lesendur um 10 þúsund talsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert