Smitum fjölgar ört í Rússlandi

Sjúkrabílar í Moskvu.
Sjúkrabílar í Moskvu. AFP

Síðastliðinn sól­ar­hring hef­ur nýj­um kór­ónu­veiru­smit­um fjölgað um 10.581 í Rússlandi en um er að ræða annan sólarhringinn í röð þar sem smitum í landinu fjölgar um meira en tíu þúsund.

Alls hafa því 145.268 smit greinst í land­inu en á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna er Mikhail Mishustin, forsætisráðherra landsins.

Dánartíðni í Rússlandi er lág samanborið við önnur ríki, eins og Ítalíu, Spán og Frakkland en tilkynnt hefur verið um 1.356 dauðsföll vegna veirunnar í Rússlandi.

Útgöngubann er í gildi í hluta Moskvu, höfuðborgar landsins og er fólk í öðrum hlutum borgarinnar, og landsins, hvatt til að halda sig heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert