Eitt dauðsfall í Kína af völdum veirunnar síðustu þrjár vikur

Aðeins eitt dauðsfall hefur verið skráð í Kína af völdum …
Aðeins eitt dauðsfall hefur verið skráð í Kína af völdum kórónuveirunnar síðustu þrjár vikur og er heildarfjöldi dauðsfalla þar í landi 4.633. AFP

Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Asíu eru orðin yfir tíu þúsund talsins. Tæplega helming þeirra má rekja til Kína þar sem faraldurinn braust fyrst út í lok síðasta árs. 

Faraldurinn hefur lagst mun þyngra á ríki Evrópu þar sem 151.576 hafa látið lífið og Bandaríkin og Kanada þar sem 79.328 hafa látið lífið. 

Aðeins eitt dauðsfall hefur verið skráð í Kína af völdum kórónuveirunnar síðustu þrjár vikur og er heildarfjöldi dauðsfalla þar í landi 4.633.   

Bandaríkin hafa farið einna verst út úr faraldrinum og segir Donald Trump forseti að  banda­ríska rík­is­stjórn­in sé að íhuga refsiaðgerðir gegn Kín­verj­um vegna þess hvernig þeir brugðust við kór­ónu­veirunni er hún var að brjót­ast út.

Stjórn­völd í Pek­ing segja að Banda­ríkja­menn vilji af­vega­leiða umræðuna frá eig­in viðbrögðum við veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert