Handtekinn vegna hvarfsins

Heimili Tom Hagen.
Heimili Tom Hagen. AFP

Norska lög­regl­an hef­ur hand­tekið mann á fer­tugs­aldri í tengsl­um við hvarf Anne-Elisa­beth Hagen.

Maður­inn býr í Romerike, að því er kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar.

Þar kem­ur fram að maður­inn teng­ist Tom Hagen, eig­in­manni Anne-Elisa­beth og að hann búi yfir sér­fræðiþekk­ingu í raf­mynt og upp­lýs­inga­tækni, að sögn NRK.

Maður­inn var hand­tek­inn í Ósló.

Í bréfi meintra mann­ræn­ingja sem var skilið eft­ir á heim­ili fjöl­skyldu Anne-Elisa­beth Hagen hótuðu þeir að birta mynd­skeið af af­töku henn­ar á net­inu ef þeim bær­ist ekki millj­arður í lausn­ar­gjald í órekj­an­legri raf­mynt.

Tom Hagen hef­ur haldið því fram að hann búi ekki yfir nægri þekk­ingu á raf­mynt til að hafa getað sett fram slíka kröfu. 

Lög­manns­rétt­ur Eiðsifjaþings í Nor­egi úr­sk­urðaði í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæslu­v­arðhald­inu sem Héraðsdóm­ur Nedre-Romerike úr­sk­urðaði hann í til fjög­urra vikna 29. apríl. Hann sit­ur þó áfram þar sem lög­regl­an áfrýjaði úr­sk­urðinum strax til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert