Lögðu sig á lestarteinum og létust

Verkamennirnir höfðu gengið um 36 kílómetra leið áður en þeir …
Verkamennirnir höfðu gengið um 36 kílómetra leið áður en þeir urðu þreyttir og ákváðu að leggjast til hvílu, en þeir töldu það öruggt þar sem þeir héldu að lestarsamgöngur lægju niðri vegna faraldursins. AFP

Yfirvöld á Indlandi hafa hafið rannsókn í kjölfar þess að 16 farandverkamenn urðu fyrir lest eftir að þeir höfðu lagst til hvíldar á lestarteinum í Maharashtra.

Farandverkamennirnir höfðu verið á gangi eftir lestarteinunum á leið á lestarstöð, hvaðan þeir hugðust taka lestina heim til sín, en indversk stjórnvöld hafa skipulagt lestarferðir handa farandverkamönnum svo þeir komist heim til sín þrátt fyrir miklar samgöngutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins.

Verkamennirnir höfðu gengið um 36 kílómetra leið áður en þeir urðu þreyttir og ákváðu að leggjast til hvílu, en þeir töldu það öruggt þar sem þeir héldu að lestarsamgöngur lægju niðri vegna faraldursins. Svo reyndist hins vegar ekki vera.

Indland setti á strangt samgöngu- og samkomubann 24. mars og þar með lokuðu nær allir vinnustaðir landsins. Milljónir Indverja starfa í stórborgum fjarri heimilum sínum og neyddust margir til þess að ganga tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að komast heim til sín.

Samkomubanni hefur nú verið létt að hluta og hafa stjórnvöld skipulagt sérstakar lestar- og rútuferðir til að farandverkamenn komist til síns heima.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert