Dómsvöld í Venesúela munu rétta yfir tveimur Bandaríkjamönnum sem voru handteknir, sakaðir um að meinta tilraun til valdaráns. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, greindi frá þessu.
Bandaríkjamenn hafa heitið því að „leita allra mögulegra leiða“ til að fá þá flutta heim.
Venesúela tilkynnti á mánudaginn að tveir fyrrverandi sérsveitarmenn frá Bandaríkjunum hefðu verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að steypa Maduro af stóli og bandarísk stjórnvöld hefðu staðið á bak við þetta.
„Þeir eru fangar, þeir játuðu, þeir voru gripnir glóðvolgir og ríkissaksóknari mun dæma í máli þeirra í dómstóli í Venesúela. Allt verður þetta framkvæmt með eðlilegum og sanngjörnum hætti,“ sagði Maduro.
Hann sagði að Bandaríkjamennirnir, Lude Denman og Airan Berry, fengju „góða meðhöndlun og að virðing væri borin fyrir þeim“.
Maduro sýndi vegabréf Denman, 34 ára, og Berry, 41 árs, í ríkissjónvarpi landsins. Bandaríski herinn hefur staðfest að þeir séu fyrrverandi meðlimir í sérsveitinni og hefðu starfað í Írak.
Madouro sýndi einnig myndband þar sem Denman játar að hafa verið ráðinn í verkið og að fyrsta verkefnið hafi verið að ná stjórn á alþjóðaflugvellinum í Caracas.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að stjónvöld muni „leita allra leiða sem við höfum til að ná þeim aftur“.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur neitað aðild ríkisstjórnarinnar að málinu. Rússar, nánir bandamenn Maduro, gagnrýndu Trump á miðvikudaginn og sögðu ummæli hans „ósannfærandi“.
Tarek William Saab, ríkissaksóknari í Venesúela, sagði á mánudaginn að stjórnarandstöðuleiðtoginn Juan Guaido, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna og yfir 50 annarra landa, hefði skrifað undir 212 milljón dollara samning við málaliða í tengslum við meintu tilraunina til valdaránsins.