Veirukreppan farin að bíta

Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins, tekur af sér hattinn á …
Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins, tekur af sér hattinn á þriðjudaginn. AFP

Efna­hags­leg áhrif kór­ónu­veirunn­ar á Evr­ópu komu skýr­ar í ljós í gær þegar þrjú af helstu ríkj­um álf­unn­ar, Bret­land, Frakk­land og Þýska­land, greindu öll frá mikl­um sam­drætti sem rekja má beint til veirunn­ar og viðbragða gegn henni.

Eng­lands­banki spá­ir því að þjóðarfram­leiðsla Breta muni falla um 14% á þessu ári vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ákvað bank­inn að halda stýri­vöxt­um sín­um í 0,1% vegna þessa, en spár bank­ans gera einnig ráð fyr­ir hag­vexti upp á 15% á næsta ári þegar far­ald­ur­inn verður um garð geng­inn.

Breska rík­is­stjórn­in ræddi í gær hvernig létta ætti á sam­komu­banni sínu, en gild­is­tími þess var fram­lengd­ur um þrjár vik­ur. Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra hyggst hins veg­ar kynna bresku þjóðinni til­lög­ur sín­ar á sunnu­dag­inn um hvernig létt verði á bann­inu í skref­um.

Versta hrun frá sam­ein­ingu

Op­in­ber­ar töl­ur frá Þýskalandi sýndu að iðnaðarfram­leiðsla þar í landi féll um 9,2% milli mánaða í mars­mánuði. Er þetta mesta fall í fram­leiðslunni þar í landi frá ár­inu 1991 þegar mæl­ing­ar hóf­ust í sam­einuðu Þýskalandi.

Í Frakklandi var staðan verri, en þar dróst iðnaðarfram­leiðsla sam­an um 16,2% milli mánaða í mars. Var sam­drátt­ur­inn rak­inn til strangra aðgerða franskra stjórn­valda til þess að ná bönd­um á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, en bygg­ing­ariðnaður­inn franski dróst sam­an um 40,1% í mars eft­ir að hafa vaxið um 1,1% í fe­brú­ar.

Helsta und­an­tekn­ing­in frá þró­un­inni var í lyfjaiðnaðinum, sem óx um 15,9% í mars, sem og í iðnaði sem fram­leiddi til­bún­ar máltíðir og barna­mat.

Á sama tíma rík­ir enn óvissa um hver næstu skref Evr­ópu­sam­bands­ins verða eft­ir úr­sk­urð þýska stjórn­laga­dóm­stóls­ins á þriðju­dag­inn, þar sem Seðlabanki Evr­ópu var kraf­inn svara um stór­felld kaup sín á rík­is­skulda­bréf­um vegna krepp­unn­ar.

Heim­ild­ir Fin­ancial Times inn­an æðstu stjórn­ar seðlabank­ans herma að þar vilji menn ekki svara úr­sk­urðinum beint, þar sem slíkt gæti grafið und­an meintu sjálf­stæði bank­ans, og um leið opnað á að aðrir dóm­stól­ar inn­an aðild­ar­ríkja ESB færu að gera at­huga­semd­ir við störf bank­ans.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert