Yfir 30 þúsund látin á Ítalíu

Ítalía var fyrsta Evrópuríkið sem setti á útgöngubann vegna veirunnar …
Ítalía var fyrsta Evrópuríkið sem setti á útgöngubann vegna veirunnar en nú hefur aflétting á því hafist í skrefum. AFP

Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu. Aðeins í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur COVID-19 tekið fleiri mannslíf. 

243 dauðsföll voru tilkynnt síðasta sólarhring, örlítið færri en sólarhringinn á undan þegar þau voru 274. Alls hefur 30.201 látið lífið á Ítalíu sökum veirunnar og fjöldi staðfestra smita er 217.185. Fjöldi dauðsfalla fór yfir 30.000 í Bretlandi á miðvikudag og því er Ítalía fyrsta landið innan Evrópusambandsins þar sem heildarfjöldi dauðfalla fer yfir þrjátíu þúsund. 

Ítalía var fyrsta Evrópuríkið sem setti á útgöngubann vegna veirunnar en nú hefur aflétting á því hafist í skrefum. Messuhald hefst á nýjan leik 18. maí en skólar, kvikmyndahús og flestar verslanir verða áfram lokaðar. Barir og veitingastaðir fá að opna, með takmörkunum þó, í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert