Yfir 60 þúsund smit á sex dögum

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Yfir tíu þúsund ný kór­ónu­veiru­smit greind­ust í Rússlandi síðasta sól­ar­hring en um er að ræða sjötta sólarhringinn í röð þar sem smitum í landinu fjölgar um meira en tíu þúsund.

Heildarfjöldi smita í Rússlandi er kominn upp í 187.859 og hafa fleiri staðfest smit aðeins greinst í fjórum öðrum ríkjum.

Alls hafa 1.723 látið lífið af völd­um veirunn­ar í land­inu en 98 dauðsföll voru staðfest í gær.

Útgöngu­bann er í gildi í hluta Moskvu, höfuðborg­ar lands­ins og er fólk í öðrum hlut­um borg­ar­inn­ar, og lands­ins, hvatt til að halda sig heima til 11. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert