Komufarþegar í Bretlandi fari í tveggja vikna sóttkví

Tugþúsundir hafa flogið til Bretlands á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið …
Tugþúsundir hafa flogið til Bretlands á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir og segir BBC að margir eigi eflaust eftir að velta því fyrir sér hvers vegna þyki nauðsynlegt að skikka farþega í sóttkví nú. AFP

Bresk flugfélög hafa fengið þær upplýsingar frá stjórnvöldum að frá og með næstu mánaðamótum þurfi allir farþegar að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Ekki liggur fyrir hversu lengi fyrirmælin munu gilda. 

Sóttkvíin verður með þeim hætti að farþegar þurfa sjálfir að fylgja henni eftir og líkur er á að þeir þurfi að gefa upp heimilisfang við komuna til Bretlands. Samtök breskra flugfélaga segjast verða að fá nákvæmari útlistun á áætlun stjórnvalda og að hana þurfi að endurskoða vikulega. Óttast er að sóttkvíin geti haft afdrifaríkar afleiðingar á flugiðnaðinn sem og hagkerfið í heild sinni. 

Kelly Tolhurst, yfirmaður flugmála hjá breska samgönguráðuneytinu, mun ræða fyrirætlun stjórnvalda nánar á fjarfundi með flugfélögum og yfirmönnum flugvalla í dag. 

Tugþúsundir hafa flogið til Bretlands á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir og segir BBC að margir eigi eflaust eftir að velta því fyrir sér hvers vegna þyki nauðsynlegt að skikka farþega í sóttkví nú. Stjórnvöld fullyrða að meirihluta þeirra sem komu til landsins síðustu vikur hafi verið Bretar á heimleið. 

Yfir 31 þúsund hafa látið lífið af völdum COVID-19 í Bretlandi. 626 dauðsföll voru tilkynnt í gær og er heildarfjöldi þeirra nú orðinn 31.241. 212.629 hafa smitast en fleiri smit hafa aðeins greinst í Bandaríkjunum og á Ítalíu og Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert