Fjölmenn mótmæli í Þýskalandi

Fleiri þúsundir söfnuðust saman í Stuttgart um helgina til að …
Fleiri þúsundir söfnuðust saman í Stuttgart um helgina til að mótmæla aðgerðum þýskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. AFP

Á Al­ex­and­erplatz í Berlín í gær voru um 1200 manns sam­an­komn­ir í miðju sam­komu­banni til þess að mót­mæla, ein­mitt, sam­komu­banni. Og öðrum ráðstöf­un­um þýskra stjórn­valda gegn út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Lög­regl­an í Berlín kvað hafa hand­tekið hátt í 90 manns og það sama var uppi á ten­ingn­um um allt Þýska­land. Mestu mót­mæl­in urðu í Stutt­g­art, þar sem fleiri þúsund­ir komu sam­an, og sömu­leiðis voru tald­ir 3000 á Maríu­torgi á München.

Verið er að mót­mæla tak­mörk­un­um stjórn­valda á lífi og rétt­ind­um borg­ar­anna og hóp­ur­inn sem sam­ein­ast um þetta bar­áttu­mál er ærið mis­leit­ur. Fylk­ing­in nær lengst frá vinstri og lengst til hægri, frá veg­an aðgerðasinn­um og rót­tæku verka­lýðsbar­áttu­fólki til þjóðern­is­hópa og öfga­hægrimanna, eins og seg­ir hjá Tagesspieg­el.

Lit­rík­ur hóp­ur

Á meðal mót­mæl­enda eru að sögn Spieg­el ýms­ir þjóðkunn­ir sam­særis­kenn­inga­menn. „Ekki gefa Gates tæki­færið,“ sagði þannig á einu skilt­inu, en sem kunn­ugt er fást menn á veg­um Bill Gates við að þróa bólu­efni gegn þess­ari veiru og öðrum.

Alls kyns hug­mynd­um ægir sam­an á mót­mæl­un­um og ekki eitt skýrt mark­mið. Þannig kyrjuðu Berlín­ar­mót­mæl­end­ur „Wir sind das Volk“ sem vís­ar til mót­mæl­anna sem mynduðust und­ir lok þýska alþýðulýðveld­is­ins 1989 og leiddu að lok­um til falls Berlín­ar­múrs­ins. Næsti maður var síðan að mót­mæla bólu­setn­ing­um yf­ir­leitt og þótti þessi vett­vang­ur ekki verri en ann­ar.

Í Þýskalandi hafa um 7500 lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar en sam­tals um 170 þúsund manns greinst með veiruna. 138.000 er þegar batnað. Í stjórn­mál­un­um er hart tek­ist á um aflétt­ing­ar sótt­varnaaðgerða og hvert sam­bands­land fyr­ir sig ræður hvernig þeim mál­um er háttað, þó að viðmið séu gef­in út af lands­stjórn­inni. Í Þýskalandi kom ekki til sömu rót­tæku aðgerða og hjá öðrum stórþjóðum, til dæm­is var aldrei sett á út­göngu­bann, þó að vissu­lega hafi hópa­stærð ut­an­dyra verið tak­mörkuð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert