Íhuga að ákæra feðgana fyrir hatursglæp

AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið skoðar nú að ákæra feðgana sem skutu Ahmaud Srbery til bana í febrúar fyrir hatursglæp. 

Gregory McMichael og sonur hans Travis, sem eru hvítir á hörund, hafa verið ákærðir fyrir morð. Málið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og víðar þegar myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Fjölmargir hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu vegna málsins, meðal annars Joe Biden og LeBron James. 

Greg­ory McMichael og son­ur hans, Tra­vis McMichael
Greg­ory McMichael og son­ur hans, Tra­vis McMichael AFP

Rík­is­sak­sókn­ari Georgíu hef­ur óskað eft­ir því að banda­ríska dóms­málaráðuneytið rann­saki hvernig staðið var að morðrann­sókn í rík­inu er óvopnaður svart­ur skokk­ari var skot­inn til bana. Feðgarn­ir sem frömdu morðið voru ekki vistaðir á bak við lás og slá fyrr en 74 dög­um eft­ir morðið.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að verið sé að skoða staðreyndir málsins og þau sönnunargögn sem liggja fyrir. Það verði síðan metið hvort tilefni sé til að ákæra mennina fyrir hatursglæp. 

Arbery var úti að hlaupa síðdegis 23. febrúar þegar hann var skotinn til bana. Gregory sagði lögreglu að hann hefði talið að Arbery líktist grunuðum þjófi sem hafði framið innbrot í nágrenninu. Feðgarnir báru skotvopn og eltu Arbery á jeppa. Þeir báðu hann síðan að stoppa og ræða við sig, en Gregory segir að Arbery hafi þá ráðist á son sinn. Í myndbandinu af árásinni má sjá Travis skjóta á Arbery af stuttu færi áður en Arbery féll á jörðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert