Allir sendir í sóttkví

Allir þeir sem koma til Spánar þurfa að fara í …
Allir þeir sem koma til Spánar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví. AFP

Allir sem koma til Spánar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins að því er segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Er þetta gert til þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar.

Aðgerðirnar taka gildi á föstudag og eiga við um allar komur til landsins til 24. maí þegar neyðarástandið sem ríkir í landinu rennur út. Ef því verður framlengt mun sóttkvíarskyldan gilda áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert