Fauci: Óþarfar þjáningar ef opnað of snemma

Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna.
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AFP

Anthony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna varar öldungardeildarþingmenn við að Bandaríkin muni sjá „óþarfar þjáningar og dauðsföll“ ef reynt verður að opna landið of snemma. Fauci kemur fyrir heilbrigðisnefnd þingsins í dag.

„Helstu skilaboðin sem ég reyni að koma á framfæri til [nefndarinnar] er hætta á að landið verði opnað of snemma,“ segir Fauci í skriflegu svari til New York Times. „Ef við sleppum milliskrefum í leiðbeiningunum um enduropnun Bandaríkjanna hættum við á að margfalda tilfelli í landinu, sem mun ekki aðeins leiða til óþarfrar þjáningar og dauða heldur einnig valda bakslagi í baráttunni fyrir að geta hafið venjulegt líf.“

Leiðbeiningarnar sem hann vísar til koma frá Bandaríkjastjórn og bera nafnið Opening Up America Again (Opnum Bandaríkin aftur). Meðal skilyrða sem sett eru fyrir því að ríki aflétti hömlum er að fjöldi tilfella sem hlutfall af sýnum hafi verið á niðurleið í tvær vikur, umfangsmikil sýnataka fari fram meðal heilbrigðisstarfsfólks og smit séu rakin. Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að hraðað verði á tilsökunum til að draga úr efnahagslegum áhrifum faraldursins.

Fauci er sjálfur í sóttkví eftir að talsmaður Mike Pence varaforseta, sem hann átti í samskiptum við, greindist með veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert