Forseti rappar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Andrzej Duda, forseti Póllands.
Andrzej Duda, forseti Póllands. AFP

Forseti Póllands háði frumraun sína sem rappari í söfnunarátaki fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem í starfi sínu hefur barist gegn kórónuveirunni. Horft hefur verið á myndband með frammistöðu forsetans næstum fjórum milljón sinnum.

Forsetinn Andrzej Duda er í miðri kosningabaráttu og vonast hann eftir því að ná endurkjöri í sumar.

Pólskir rapparar settu í loftið áskorunina „Hot16Challenge2“ þar sem þekkt fólk er hvatt til að setja myndband á samfélagsmiðla með flutningi á rapptexta í sextán erindum. Ágóðinn rennur í styrktarsjóð fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

„Þau biðja þig ekki um nafnið þitt, þau berjast gegn djúpum skugga þokunnar,“ rappar Duda, sem talinn er líklegur til að ná endurkjöri.

„Sterkar hendur björgunarstarfsfólks, allir saman – Hyllum þau!“ bætir hann við í myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert