Fimm kórónuveirusjúklingar létust í eldsvoða á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Pétursborg í nótt en samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla kviknaði eldurinn við skammhlaup í öndunarvél á deildinni.
Samkvæmt frétt BBC hefur slökkvilið náð að slökkva eldinn en bjarga þurfti 150 sjúklingum út af sjúkrahúsinu. Tæplega 222 þúsund hafa greinst smitaðir af COVID-19 í Rússlandi og af þeim eru rúmlega tvö þúsund látnir.