Alls hafa nú yfir 290 þúsund dauðsföll verið staðfest í heiminum af völdum kórónuveirunnar, samkvæmt opinberum tölum. AFP-fréttastofan greinir frá.
Flest dauðsföllin hafa átt sér stað í Evrópu eða 159.205 en Bandaríkin eru það land sem hefur orðið verst úti með 82.105 dauðsföll. Þar á eftir kemur Bretland með 32.692 dauðsföll, svo Ítalía með 30.911 dauðsföll, Frakkland með 26.991 dauðsföll og Spánn með 26.920 dauðsföll.
Veiran breiðist nú hratt út í Rússlandi en þar hafa greinst yfir 10 þúsund smit á sólahring tíu sólahringa í röð. Og er Rússland nú komið í annað sæti yfir fjölda staðfestra tilfella á eftir Bandaríkjunum. Yfir 232 þúsund tilfelli hafa verið staðfest í landinu en aðeins um 2.100 dauðsföll skráð. Margir telja töluna þó töluvert hærri.