300 þúsund látist af völdum veirunnar

Enskir heilbrigðisstarfsmenn að störfum.
Enskir heilbrigðisstarfsmenn að störfum. AFP

Yfir 300 þúsund manns hafa látið lífið af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu.

AFP-fréttastofan greinir frá þessu og vísar í eigin samantekt á tölfræði.

Flest dauðsföll hafa orðið í Bandaríkjunum, eða 85.194, næstflest í Bretlandi, 33.614, og þar á eftir kemur Ítalía með 31.368 dauðsföll.

Fjórðungur látinna var sykursjúkur

Um 1,5 milljónir manna hafa jafnað sig eftir að hafa smitast af veirunni, að sögn BBC

Í upplýsingum frá ensku heilbrigðisþjónustunni kemur fram að meira en fjórðungur þeirra, sem létust á enskum sjúkrahúsum vegna veirunnar frá 31. mars til 12. maí, var með sykursýki. 

Af 22.332 sjúklingum sem létust voru 5.873 með sykursýki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert