Síðastliðinn sólarhring voru tæplega 10 þúsund kórónuveirusmit staðfest í Rússlandi en það er í fyrsta skipti í rétt tæpar tvær vikur þar sem staðfest smit eru færri en 10 þúsund í landinu.
Alls voru 9.974 tilfelli staðfest undanfarinn sólarhring en staðfest smit í landinu eru 252.245 og eru tilfellin aðeins fleiri í Bandaríkjunum og á Spáni.
Aðeins hafa 2.305 dauðsföll verið skráð vegna veirunnar í Rússlandi og vilja yfirvöld þar í landi meina að það sé vegna þess hve mörg sýni eru tekin.
Margir telja hins vegar að dánartalan sé mun hærri en gefin hefur verið upp.
Flest eru tilfellin í Moskvu, höfuðborg Rússlands, en 4.712 tilfelli voru staðfest í borginni síðasta sólarhringinn.
Létt hefur verið á aðgerðum vegna veirunnar í Rússlandi, þrátt fyrir að mikla daglega fjölgun smita.