Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Richard Burr er hættur sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á heimili hans.
Málið snýst um hlutabréfasölu hans í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.
Að sögn Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, mun Richard hætta störfum tímabundið á meðan FBI rannsakar málið.
Sen. Richard Burr stepping down as chairman of Intelligence Committee amid investigation of his stock sales before coronavirus outbreak https://t.co/0grojMxBSS
— The Washington Post (@washingtonpost) May 14, 2020