Hættur vegna rannsóknar FBI

Richard Burr yfirgefur þinghúsið í dag.
Richard Burr yfirgefur þinghúsið í dag. AFP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Richard Burr er hættur sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit á heimili hans.

Málið snýst um hlutabréfasölu hans í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.

Að sögn Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, mun Richard hætta störfum tímabundið á meðan FBI rannsakar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert