Smitaðist í milljón manna flóttamannabúðum

Róhingjar í flóttamannabúðum í mars síðastliðnum.
Róhingjar í flóttamannabúðum í mars síðastliðnum. AFP

Fyrsta kórónuveirusmitið hefur komið upp í flóttamannabúðum í Bangladess þar sem tæp ein milljón manna dvelur.

Um er að ræða róhingja sem þar býr.

Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að veiran myndi breiðast út í flóttamannabúðunum í Cox´s Bazar í Bangladess.

Annar maður hefur einnig greinst með veiruna en hann býr skammt frá búðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert