Franska lögreglan hefur handtekið Felicien Kabuga sem hefur verið sakaður um að hafa fjármagnað þjóðarmorðið í Rúanda um miðjan tíunda áratuginn.
Kabuga er á meðal síðustu lykilmanna í tengslum við þjóðarmorðið sem hafa verið handteknir. Hann var eitt sinn einn ríkasti maður Rúanda.
Að sögn embættis ríkissaksóknara í Frakklandi og lögreglunnar bjó hann í einu af úthverfum Parísar á fölskum skilríkjum.
Háttsettur saksóknari hjá Sameinuðu þjóðunum, Serge Brammertz, hefur fagnað handtöku Kabuga. „Handtaka Felicien Kabuga í dag sýnir að það er hægt að láta þá sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu svara til saka, jafnvel þótt 26 ár séu liðin frá glæpum þeirra,“ sagði hann.
#BREAKING Félicien Kabuga, one of the mastermind and and the man who bankrolled the Genocide against the Tutsi, has been arrested in Paris, France today. pic.twitter.com/dpuRwIxHcI
— The New Times (Rwanda) (@NewTimesRwanda) May 16, 2020