Sjö Íslendingar í hópmálsókn

Bærinn Ischgl í aprílmánuði.
Bærinn Ischgl í aprílmánuði. AFP

Sjö Íslendingar eru í hópi nærri 6.000 manna sem boðað hafa hópmálsókn gegn stjórnvöldum í Tírol í Austurríki. Þetta staðfestir Peter Kolba, lögmaður og formaður austurrísku neytendaverndarsamtakanna, í samtali við mbl.is.

Hópurinn sakar yfirvöld um að hafa vísvitandi haft hljótt um útbreiðslu kórónuveirufaraldurs á skíðasvæðunum í sambandslandinu í febrúar og mars, og þar með sett efnahag svæðisins ofar heilsu gesta sinna.

Um fjórðungur allra starfa í þessum hluta Austurríkis byggist á ferðamennsku. 1.600 manna bærinn Ischgl, þaðan sem veirusmit virðast hafa borist vítt og breitt um álfuna, fær árlega til sín um hálfa milljón ferðamanna.

Ráðamenn í Tíról hafa verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að bregðast of seint við og jafn­vel hunsað viðvar­an­ir, meðal ann­ars þær sem ís­lensk­ heil­brigðis­yf­ir­völd­ gáfu út. Þau skilgreindu Ischgl sem háá­hættu­svæði 5. mars vegna fjölda Íslend­inga, og raun­ar fleiri Norður­landa­búa, sem greind­ust með kór­ónu­veiru­smit eft­ir að hafa verið þar á skíðum. Yf­ir­völd í Tíról hafa hins vegar vísað því á bug að þau hafi ekki hlustað á viðvaranirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert