Hvetur fólk til að fylgja ráðum lækna

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að hann tæki ekki malaríu­lyfið hydroxychloroquine en Donald Trump Bandaríkjaforseti gerir það.

Sérfræðingar deila um virkni lyfsins gegn kórónuveirunni og hafa sumir varað við neyslu þess.

„Læknirinn minn hefur ekki mælt með því og ég hika ekki við að taka ráðum hans,“ sagði Pence á Fox-fréttastofunni í dag.

Hann bætti við því að Bandaríkjamenn ættu að fylgja læknisráðum.

Trump sagði lyfið valda straumhvörfum en rannsóknir hafa ekki sannað að neitt lyf vinni bug á kórónuveirunni eða komi í veg fyrir útbreiðslu hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert