Fjöldi greindra smita af kórónuveirunni er kominn í fimm milljónir á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum John Hopkins-háskóla.
Rúmlega 328 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar, að sögn BBC.
Tveir þriðju smitanna koma frá fjórum ríkjum, að því er fram kom í máli Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmanns WHO, á blaðamannafundi í gær.
Langflest tilfelli hafa verið greind í Bandaríkjunum, rúmlega 1,5 milljónir, en þar á eftir koma Rússland, Brasilía og Bretland.