Fimm milljónir hafa smitast

Heilbrigðisstarfsmenn í Peking í Kína taka sýni úr blaðamanni.
Heilbrigðisstarfsmenn í Peking í Kína taka sýni úr blaðamanni. AFP

Fjöldi greindra smita af kórónuveirunni er kominn í fimm milljónir á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum John Hopkins-háskóla.

Rúmlega 328 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar, að sögn BBC.

Tveir þriðju smit­anna koma frá fjór­um ríkj­um, að því er fram kom í máli Tedros Adhanom Ghebr­eys­us, yf­ir­manns WHO, á blaðamanna­fundi í gær.

Lang­flest til­felli hafa verið greind í Banda­ríkj­un­um, rúm­lega 1,5 millj­ón­ir, en þar á eft­ir koma Rúss­land, Bras­il­ía og Bret­land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert