Farþegaþota hrapaði í Pakistan

Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í …
Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í íbúabyggð nærri alþjóðaflugvellinum í Karachi. Mynd úr safni. AFP

Farþega­flug­vél pak­ist­anska flug­fé­lags­ins Pak­ist­an In­ternati­onal Air­lines hrapaði í dag í íbúa­byggð nærri alþjóðaflug­vell­in­um í Karachi. 

107 voru um borð í vél­inni, 99 farþegar og átta í áhöfn, að sögn flug­mála­yf­ir­valda í Pak­ist­an. Viðbragðsaðilar eru mætt­ir á vett­vang. 

Aðeins nokkr­ir dag­ar eru síðan farþega­flug var leyft á ný í Pak­ist­an en vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hef­ur allt flug legið niðri um nokk­urra vikna skeið. 

Vél­in, sem er af gerðinni Air­bus A320, var á leiðinni frá Lahore til alþjóðaflug­vall­ar­ins í Jinnah, sem er einn af fjöl­förn­ustu flug­völl­um lands­ins.

Af mynd­um frá vett­vangi sem birst hafa á sam­fé­lags­miðlum má sjá dökk­an reyk frá slysstað. 


 

Frétt­in verður upp­færð.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert