Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í íbúabyggð nærri alþjóðaflugvellinum í Karachi.
107 voru um borð í vélinni, 99 farþegar og átta í áhöfn, að sögn flugmálayfirvalda í Pakistan. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang.
Aðeins nokkrir dagar eru síðan farþegaflug var leyft á ný í Pakistan en vegna kórónuveirufaraldursins hefur allt flug legið niðri um nokkurra vikna skeið.
Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Lahore til alþjóðaflugvallarins í Jinnah, sem er einn af fjölförnustu flugvöllum landsins.
Af myndum frá vettvangi sem birst hafa á samfélagsmiðlum má sjá dökkan reyk frá slysstað.
#BREAKING: A passenger plane of Pakistan International Airlines (PIA) crashed on Friday afternoon in Pakistan's southern port city of Karachi, local media reported. There are no reports about how many passengers were on board. pic.twitter.com/IidKYcckFd
— Global Times (@globaltimesnews) May 22, 2020
Fréttin verður uppfærð.