„Allir voru að reyna að lifa af“

Þotan hrapaði til jarðar í íbúðahverfi.
Þotan hrapaði til jarðar í íbúðahverfi. AFP

Ann­ar þeirra tveggja sem lifðu af flug­slysið í Karachi í Pak­ist­an í gær, þar sem að minnsta kosti 97 manns fór­ust, lýs­ir því hvernig hann stökk frá brenn­andi flaki farþegaþot­unn­ar eft­ir að hún hafnaði í íbúðar­hverfi í borg­inni.

Þotan, sem var á veg­um Pak­ist­an In­ternati­onal Air­lines, hrapaði til jarðar eft­ir að báðir hreyfl­arn­ir hættu að virka.

Þeir 97 sem lét­ust voru all­ir um borð í vél­inni en fjór­ir á jörðu niðri slösuðust. Áður höfðu fregn­ir verið flutt­ar af dauðsföll­um fólks sem ekki var um borð.

„Eft­ir að vél­in brot­lenti og ég komst aft­ur til meðvit­und­ar sá ég eld alls staðar og eng­inn ann­ar var sjá­an­leg­ur,“ seg­ir farþeg­inn Mohammad Zu­ba­ir á sjúkra­beði sín­um í mynd­skeiði sem farið hef­ur um sam­fé­lags­miðla í land­inu.

„Ópin voru allt um kring og all­ir voru að reyna að lifa af. Ég losaði sæt­is­beltið mitt og sá eitt­hvert ljós og reyndi að ganga í átt að því. Svo stökk ég út.“

Zu­ba­ir hlaut bruna­sár en líðan hans er stöðug, seg­ir talsmaður heil­brigðisráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert