Spánn opnar fyrir ferðamenn í júlí

Ströngum takmörkunum í landinu hefur verið mótmælt og héldu þau …
Ströngum takmörkunum í landinu hefur verið mótmælt og héldu þau mótmæli áfram í dag, meðal annars í Sevilla. AFP

Yfirvöld á Spáni tóku í dag stórt skref í átt frá þeim ströngu takmörkunum sem verið hafa í gildi frá miðjum marsmánuði, þegar forsætisráðherrann tilkynnti að erlendir ferðamenn gætu á ný byrjað að heimsækja landið í júlí.

„Frá júlí mun koma erlendra ferðamanna til Spánar hefjast að nýju í öruggum kringumstæðum,“ sagði ráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi.

Stutt er síðan stjórnvöld Ítalíu sögðust stefna á að opna land sitt fyrir ferðamönnum 3. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert