Cummings tilkynntur til lögreglu

Mikið mæðir á Dominic Cummings þessa dagana.
Mikið mæðir á Dominic Cummings þessa dagana. AFP

Lögreglan í Bretlandi skoðar nú hvort hefja eigi rannsókn á Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, vegna brota hans á útgöngubanni. Þrýstingur á Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að reka Cummings hefur aukist til muna eftir fréttir af því að Cummings hafi farið frá Lundúnum og þannig brotið þær reglur sem eru í gildi vegna útbreiðslu kórónuveiru í annað sinn.

Robin Lees, efnafræðikennari á eftirlaunum, tilkynnti Cummings til lögreglu fyrir að hafa brotið útgöngubann eftir að hann sá ráðgjafann á gangi ásamt fjölskyldu sinni í bænum Barnard Castle áður en þau settust inn í bíl. Barnard Castle er um 400 kílómetra frá Lundúnum þar sem Cummings býr ásamt fjölskyldu sinni.

Bæði Cummings og eiginkona hans upplifðu einkenni COVID-19. 

John­son sagði fyrr í dag að hann styddi Cumm­ings og að Cumm­ings hefði haft „eng­an ann­an kost“ en að ferðast til til Norðaust­ur-Eng­lands til þess að koma börn­um sín­um í pöss­un þegar hann og kona hans voru við það að verða óvinnu­fær vegna kór­ónu­veiru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert