Johnson styður ráðgjafa sem braut bannið

Dominic Cummings á leið heim til sín í dag eftir …
Dominic Cummings á leið heim til sín í dag eftir að fregnir bárust um að hann hefði brotið útgöngubannið í annað sinn. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Dominic Cummings, hans helsti ráðgjafi, hafi hegðað sér „skynsamlega, löglega og af heilindum“ þegar hann ferðaðist til Norðaustur-Englands þvert á reglur um útgöngubann. Bresku tímaritin Sunday Mirror og Observer greindu frá því fyrr í dag að Cummings hafi í annað sinn brotið útgöngubannið með því að ferðast til Norðaustur-Englands.

Johnson sagði fyrr í dag að hann styddi Cummings og að Cummings hefði haft „engan annan kost“ en að ferðast til til Norðaustur-Englands til þess að koma börnum sínum í pössun þegar hann og kona hans voru við það að verða óvinnufær vegna kórónuveiru.

Kona mótmælir gjörðum Cummings með grímu sem á stendur „enginn …
Kona mótmælir gjörðum Cummings með grímu sem á stendur „enginn er hafinn yfir lögin“. AFP

„Móðgun við fórnir bresku þjóðarinnar“

„Hvað sem öllu líður hegðaði hann sér skynsamlega, löglega og af heilindum,“ segir Johnson. Þingmenn Íhaldsflokksins, flokks Johnson, hafa kallað eftir afsögn Cummings eftir að fregnir bárust af því að hann hefði brotið útgöngubannið í annað sinn.

Í fyrra skiptið ferðaðist Cummings til Norðaustur-Englands, 418 kílómetra frá Lundúnum, með eiginkonu sinni sem sýndi einkenni COVID-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við ummælum Johnsons og sagði ákvörðun hans um að aðhafast ekkert í máli Cummings „móðgun við fórnir bresku þjóðarinnar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert