Hlutabréf hækka vegna frétta af samkomulagi

AFP

Hluta­bréf í þýska efna- og lyfja­fyr­ir­tæk­inu Bayer hækkuðu mikið í verði í morg­un eft­ir að frétt­ir bár­ust af sam­komu­lagi við banda­rísk­an hóp sem stefndi fyr­ir­tæk­inu vegna krabba­meins af völd­um ill­gresis­eyðis­ins Roundup sem fram­leidd­ur var af dótt­ur­fé­lagi Bayer, Mons­anto.

Hluta­bréf í Bayer hækkuðu um 5,3% fljót­lega eft­ir að viðskipti hóf­ust í kaup­höll­inni í Frankfurt í morg­un. Talsmaður Bayer, Christian Hartel, seg­ir að ákveðnum áfanga hafi verið náð í viðræðunum en ekki sé tíma­bært að greina nán­ar frá því fyrr en búið er að ganga frá sam­komu­lag­inu.

Bloom­berg News hafði áður greint frá því að búið væri að ná munn­legu sam­komu­lagi við á milli 50-80 þúsund þeirra 125 þúsund Banda­ríkja­manna sem taka þátt í hóp­mál­sókn­inni.

Árið 2018 var Mons­anto dæmt til að greiða manni rúma 30 millj­arða króna í skaðabæt­ur vegna Roundup sem inni­hélt glý­fosat

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert