Joe Biden hyggst sigra sjálfan sig

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaefni demókrata.
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaefni demókrata. AFP

Forsetaefni demókrata, Joe Biden, fullyrti í viðtali við CNBC á föstudag að hann hygðist sigra sjálfan sig í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 3. nóvember nk. Sjálfur hefur Biden ekki leiðrétt ummælin en gera má ráð fyrir að hann hafi mismælt sig. 

Í kjölfar ummælanna hefur Biden verið skotspónn stuðningsmanna Donald Trumps Bandaríkjaforseta sem hafa gert óspart grín að demókratanum á samfélagsmiðlum. Hefur viðurnefni Bidens aftur komist á flug, en hann hefur oftar en ekki verið kallaður Þreytti-Joe (e. Sleepy Joe) af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta.



Umdeild ummæli um dökka Bandaríkjamenn

Umrædd ummæli eru jafnframt ekki í fyrsta sinn sem forsetaefnið lætur frá sér undarlegar fullyrðingar. Í viðtali í útvarpsþætti nú á dögunum var Biden spurður af þáttarstjórnanda, dökkum á hörund, hvort skynsamlegra væri fyrir dökka Bandaríkjamenn (e. African-American) að kjósa Trump eða Biden í komandi kosningum. Sjálfur var þáttarstjórnandinn á báðum áttum. 

„Ef þú ert í vandræðum með að ákveða hvort þú styðjir mig eða Trump ertu ekki svartur,“ sagði Biden. Ummælin vöktu strax mikla reiði meðal Bandaríkjamanna, en sumar af ákvörðunum Bidens úr fyrri tíð hafa vakið upp spurningar um fordóma frambjóðandans gagnvart dökkum Bandaríkjamönnum. Í kjölfar þáttarins sendi Biden frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann kvaðst sjá eftir ummælunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert