Yfir 4 þúsund látnir í Svíþjóð

Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar.
Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar. AFP

Yfir fjögur þúsund eru látnir af völdum kórónuveirunnar í Svíþjóð og tæplega 34 þúsund hafa greinst með smit. Síðasta sólarhringinn lést 31 af völdum veirunnar þar í landi og hvergi annars staðar á Norðurlöndunum hafa jafn margir látist af völdum COVID-19 og í Svíþjóð.

Á blaðamannafundi kom fram í máli And­ers Teg­nell, sóttvarnalæknis Svíþjóðar, að staðfest smit eru orðin 33.843 og 4.029 hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Svíþjóð. 

Bein lýsing af blaðamannfundi á SVT

Um 90% af þeim sem hafa látist eru eldri en 70 ára en alls eru íbúar Svíþjóðar 10,2 milljónir talsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka