Fjórir lögreglumenn reknir vegna dauða Floyd

Maður heldur á skilti þar sem á stendur „hættið að …
Maður heldur á skilti þar sem á stendur „hættið að drepa svart fólk“ skammt frá staðnum þar sem atvikið átti sér stað. AFP

Fjórir lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Minnesota hafa verið reknir eftir að hvítur lögreglumaður þrengdi að öndunarvegi svarts manns með þeim afleiðingum að hann lést.

Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikinn óhug.

Að sögn lögreglustjórans Medaria Arradondo eru lögreglumennirnir fjórir núna „fyrrverandi starfsmenn“, að því er BBC greinir frá. 

Í myndbandinu sést maðurinn, sem hét George Floyd og var óvopnaður, ítrekað segja „ég get ekki andað“ við lögregluþjóninn.

Bandaríska alríkislögreglan ætlar að rannsaka það sem gerðist. Atvikið er talið minna á annað mál frá árinu 2014 þegar Eric Garner, svartur maður, lést við handtöku í New York.

Mótmælandi minnist George Floyd með blómvendi.
Mótmælandi minnist George Floyd með blómvendi. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert