Líflátshótanir í garð Tegnell færast í aukana

Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hafa borist líflátshótanir, sem og fjölskyldu …
Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hafa borist líflátshótanir, sem og fjölskyldu hans. AFP

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur fengið líflátshótanir upp á síðkastið. Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að lögreglumönnum innan hatursglæpadeildar lögreglunnar hafi ekki tekist rekja hvaðan hótanirnar koma. 

Tegnell er tiltölulega rólegur yfir hótunum sem beinast að honum en þegar hans nánustu fóru einnig að berast líflátshótanir stóð honum ekki á sama. Fyrstu hótanirnar fékk hann fyrir rúmum tveimur mánuðum og hefur þeim nú farið fjölgandi. 

Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð og Tegnell hafa verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Sænsk yf­ir­völd ákváðu að bíða að mestu leyti fram í apríl með að grípa til ráðstaf­ana gegn út­breiðslu veirunn­ar og svaraði Teg­nell harðri gagn­rýni 22 sænskra vís­inda­manna, sem rituðu grein um málið í Dagens Nyheter í apríl, full­um hálsi og rök­studdi mál sitt meðal ann­ars með því að mun fleiri væru látn­ir í New York en Svíþjóð.

Um 90% af þeim 4.125 sem hafa lát­ist eru eldri en 70 ára. Stjórn­völd hafa gefið út að þeirra helsta for­gangs­mál sé að verja þá viðkvæm­ustu. Alls eru íbú­ar Svíþjóðar um 10 millj­ón­ir tals­ins og fá lönd í Evr­ópu hafa gripið til jafn tak­markaðra ör­ygg­is­ráðstaf­ana, svo sem varðandi sam­komu­bann o.fl. og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka