Árásin á Bodø

Bodø logar 27. maí 1940. Af rúmlega 6.000 íbúum bæjarins …
Bodø logar 27. maí 1940. Af rúmlega 6.000 íbúum bæjarins létust aðeins 13 auk tveggja breskra hermanna þar sem allir nema um 1.500 íbúar höfðu verið fluttir úr bænum á elleftu stundu. Ljósmyndari óþekktur

Bær­inn Bodø í Nor­d­land í Norður-Nor­egi var í fyrstu ekki álit­inn sér­stak­lega hernaðarlega mik­il­væg­ur í kjöl­far inn­rás­ar Þjóðverja í Nor­eg 9. apríl 1940. Inn­rás­ar­her­inn gerði enga til­raun til að leggja und­ir sig þetta rúm­lega 6.000 íbúa byggðarlag þar sem sjó­sókn­in var helsta lífæðin. Þýsk­ar sprengjuflug­vél­ar gerðu af og til minni hátt­ar loft­árás­ir á bæ­inn auk þess sem þýsk­ar orr­ustu­vél­ar réðust á tvo flug­báta kon­ung­lega breska flug­hers­ins RAF 5. maí, en þá höfðu Bret­ar hafið fram­kvæmd­ir við flug­braut rétt utan við Bodø með aðstoð bæj­ar­búa.

Fimm bresk­ir her­menn fór­ust svo og fleiri særðust í loft­árás á Renså­sen 22. maí, en þá var Þjóðverj­um orðið ljóst að Bret­ar ætluðu sér ekki að hverfa frá Bodø bar­daga­laust.

Létu þýsk­ar sprengjuflugsveit­ir því til skar­ar skríða mánu­dag­inn 27. maí 1940, fyr­ir rétt­um 80 árum. Dag­inn áður höfðu Bret­ar lokið við smíði flug­braut­ar sinn­ar, sem að mestu var gerð úr timb­ur­plönk­um, og til Bodø voru komn­ar þrjár Gla­diator-orr­ustu­vél­ar á veg­um RAF.

70 tonn af sprengj­um

Fyrsta skot­mark þýsku sprengju­vél­anna, sem svifu inn yfir Bodø klukk­an átta að morgni dags, var radíómiðun­ar­stöðin á Bodø­sjøen, um þrjá kíló­metra frá miðbæ Bodø, auk þess sem þeim tókst að eyðileggja eina af bresku Gla­diator-vél­un­um.

Meg­in­atlag­an var þó gerð milli klukk­an sex og hálf­níu að kvöldi dags og hafði þá bær­inn verið rýmd­ur að mestu leyti, aðeins 1.500 af 6.283 íbú­um hans voru inn­an bæj­ar­mark­anna sem gerði það að verk­um að ekki fleiri en 15 manns lét­ust, þar af tveir bresk­ir her­menn, þegar 37 þýsk­ar sprengjuflug­vél­ar gerðu at­lögu núm­er tvö, ann­ars veg­ar svo­kallaðar steypiflug­vél­ar af gerðinni Jun­kers Ju 87, sem þekkt­ari voru und­ir viður­nefn­inu Stuka í síðari heims­styrj­öld­inni, af þýska hug­tak­inu Sturzkamp­fflugzeug, eða steypiflug­vél, og hins veg­ar Hein­kel He 111-vél­ar, sem áttu eft­ir að leika stórt hlut­verk í orr­ust­unni um Bret­land sem hófst 10. júlí þetta ár og stóð fram í októ­ber.

Íbúar Bodø taka til við hreinsun bæjarins eftir að 429 …
Íbúar Bodø taka til við hreins­un bæj­ar­ins eft­ir að 429 af 760 hús­um hans annaðhvort brunnu til grunna, voru jöfnuð við jörðu eða urðu á ann­an hátt óíbúðar­hæf. Meira en helm­ing­ur bæj­ar­búa varð heim­il­is­laus á tveim­ur klukku­stund­um, 3.700 manns. Ljós­mynd/​Stríðsminja­safn Bodø/​Bodø Krigs­histori­ske Muse­um

Sprengju­sveit­in lagði stóra hluta Bodø gjör­sam­lega í rúst­ir á rúm­um tveim­ur klukku­stund­um með sam­tals á þrett­ánda hundrað sprengj­um sem vógu allt í allt 70 tonn. Af 760 hús­um í bæn­um brunnu 429 annaðhvort til grunna, voru jöfnuð við jörðu eða ónot­hæf eft­ir árás­ina og urðu 3.700 manns án heim­il­is í einu vet­fangi, meira en helm­ing­ur bæj­ar­búa.

Þýsk­ir her­menn á reiðhjól­um

Linda Helén Hauk­land, sagn­fræðing­ur og fylk­is­ráðsmaður í Nor­d­land fyr­ir Kristi­lega þjóðarflokk­inn, skrifaði árið 2012 bók­ina Hver­dag i ru­in­ene eða Hvunndag­ur í rúst­un­um um árás­ina á Bodø. „Bæj­ar­bú­ar vissu að þeir mættu bú­ast við loft­árás,“ seg­ir Hauk­land við norska rík­is­út­varpið NRK og bæt­ir því við að mann­fall hefði orðið miklu meira hefðu flest­ir bæj­ar­bú­ar ekki verið flutt­ir út fyr­ir bæj­ar­mörk­in áður en síðari árás­in var gerð.

„Sagt var að venju­lega hefði Bodø ein­kennst af mikl­um fugla­söng en að hann hefði þagnað al­gjör­lega eft­ir þetta,“ seg­ir Hauk­land.

Fyrsta júní, fimm dög­um eft­ir loft­árás­ina, komu svo þýsk­ir her­menn og yf­ir­tóku bæ­inn. Þeir voru ekki marg­ir, 28 manna lið á reiðhjól­um, og ekki sló í brýnu þar sem 4.000 manna lið norskra og breskra her­manna hafði verið flutt á brott.

Fljót­lega fjölgaði í liði Þjóðverja og urðu þeir brátt jafn­marg­ir bæj­ar­bú­um, um 6.000. Með Þjóðverj­un­um fylgdu 6.000 stríðsfang­ar svo íbúa­tala Bodø þre­faldaðist á skömm­um tíma og varð 18.000 manns. Nú búa þar um 55.000.

Lét­ust í fanga­búðum

Þess­ari miklu fjölg­un snemm­sum­ars 1940 fylgdi gríðarleg hús­næðisekla og var þegar haf­ist handa við að reisa hús í bæn­um. Munaði þar miklu um fram­lag sænska Rauða kross­ins sem sendi fjölda til­bú­inna ein­inga­húsa til Bodø sem aðeins þyrfti að setja sam­an.

Bodø tveimur árum eftir loftárásina, árið 1942. Sænski Rauði krossinn …
Bodø tveim­ur árum eft­ir loft­árás­ina, árið 1942. Sænski Rauði kross­inn sendi fjölda til­bú­inna ein­inga­húsa til Bodø til að vinna bug á mestu hús­næðiseklunni en bæj­ar­bú­um fjölgaði úr 6.000 í 18.000 á skömm­um tíma með þýsku herliði og fjölda stríðsfanga sem marg­ir hverj­ir lét­ust í fanga­búðum um­hverf­is Bodø við kröpp kjör. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Þau fimm ár sem Nor­eg­ur sætti her­námi Þjóðverja risu nokkr­ar fanga­búðir um­hverf­is Bodø sem geymdu meðal ann­ars sov­éska stríðsfanga sem marg­ir hverj­ir lét­ust úr kulda og vos­búð í fanga­vist­inni. Fang­ar frá Úkraínu voru látn­ir byggja stærstu fisk­vinnslu­stöð sem þá fannst í Nor­egi, aðrir þræluðu í stórri múr­steins­verk­smiðju þar sem fram­leidd­ir voru 40 til 50 þúsund múr­stein­ar viku hverja.

Fjöldi þýskra neðanj­arðarloft­varna­byrgja er enn í Bodø og hafa sum hús bæj­ar­ins verið byggð ofan á þeim þannig að byrg­in eru hluti af kjall­ara­rými hús­anna.

NRK

Avisa Nor­d­land

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert