Útgöngubann í Minneapolis

Útgöngubannið tekur gildi klukkan 20 að staðartíma í kvöld (klukkan …
Útgöngubannið tekur gildi klukkan 20 að staðartíma í kvöld (klukkan 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma) samkvæmt tilskipun borgarstjórans Jacob Frey og gildir til klukkan sex í fyrramálið. AFP

Borg­ar­stjór­inn í Minn­ea­pol­is hef­ur sett á al­gjört út­göngu­bann í borg­inni. Hörð mót­mæli hafa verið í borg­inni und­an­farn­ar þrjár næt­ur í kjöl­far dráps lög­reglu á Geor­ge Floyd, 46 ára svört­um Banda­ríkja­manni, á mánu­dag. Allt er á suðupunkti í borg­inni og tóku fjöl­marg­ir þátt í mót­mæl­um þar sem og víðar í Banda­ríkj­un­um.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist hafa rætt við fjöl­skyldu Floyd. „Þau eru æðis­leg,“ sagði hann á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu í dag. Trump hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir um­mæli sín um mót­mæl­end­ur í borg­inni, en hann kallaði þá óþokka og sagði að „þegar rán­in byrja, þá hefst skot­hríðin“. 

Lög­reglumaður­inn Derek Chau­vin sem sakaður er um að hafa orðið  Floyd að bana var fyrr í dag úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald og ákærður fyr­ir morð. Á upp­töku af hand­tök­unni sést hann krjúpa á hálsi Floyd í nokkr­ar mín­út­ur með þeim af­leiðing­um að hann lét lífið. 

Útgöngu­bannið tek­ur gildi klukk­an 20 að staðar­tíma í kvöld (klukk­an 1 eft­ir miðnætti að ís­lensk­um tíma) sam­kvæmt til­skip­un borg­ar­stjór­ans Jacob Frey og gild­ir til klukk­an sex í fyrra­málið. Lög­regla, sjúkra­lið og þjóðvarðalið Banda­ríkj­anna munu sinna eft­ir­liti í borg­inni í nótt. 

Trump seg­ist bera virðingu fyr­ir mót­mæl­um, svo lengi sem þau fara friðsam­lega fram. Þá seg­ir hann fjöl­skyldu Floyd eiga rétt á að rétt­læt­inu verði fram­fylgt. „Ég skil skaðann, ég skil sorg­ina. Fólkið hef­ur gengið í gegn­um margt,“ sagði for­set­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert